Opið laugardaginn 24. júní 2017

 Opið laugardaginn 24. júní 2017 frá kl. 10.00 - 17.00. Mikið úrval af trjám og runnum, sígrænu, rósum, berjarunnum, sýrenum, reyni og fleiru. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Allir félagar í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands fá 15% afslátt af öllum plöntum.

Handverkssýning laugardaginn 3. júní

Viðarvinir verða með sýningu á renndum, útskornum og tálguðum trémunum í bækistöðvum félagsins og Þallar laugardaginn 3. júní 2017. Sýningin stendur frá kl. 10.00 - 18.00. Viðarvinir eru hópur handverksfólks í Hafnarfirði sem hefur vinnuaðstöðu í Lækjarskóla. Viðarvinir munu m.a. sýna muni úr íslensku timbri m.a. úr skógum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. 

Allir eru velkomnir og er aðgangur er ókeypis. Opið verður í gróðrarstöðinni á sama tíma. Boðið verður upp á kaffi og kex. 

Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 (Skógræktarfélag Hfj), 894-1268 (Steinar-Þöll) og 695-8083 (Sigurjón-Viðarvinum).

Fuglaskoðun laugardaginn 27. maí 2017

 

Hin árlega fuglaskoðunarferð félagsins verður laugardaginn 27. maí kl. 10.00. Lagt verður af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Takið með ykkur sjónauka. Fuglaskoðunar-gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson. Myndin er af auðnutittling tekin af Björgvin Sigurbergssyni.

Félagið eignast sexhjól

 

Í gær, föstudaginn 19. maí, færðu þau hjónin Halldóra Halldórsdóttir og Þórólfur Þorgrímsson félaginu að gjöf nýtt sexhjól. Sexhjólið mun nýtast félaginu vel við dagleg störf eins og flutning á trjám, grisjunarvið, áburði, efni í stíga, við ruslahreinsun og fleira. Stjórn og starfsfólk félagsins þakkar þeim heiðurshjónum Halldóru og Þórólfi kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun sannarlega nýtast félaginu vel í framtíðinni og létta störfin.

Á myndinni hér fyrir ofan færir Halldóra Halldórsdóttir og Þórólfur Þorgrímsson Steinar Björgvinssyni framkvæmdastjóra félagsins lykilinn að nýja sexhjólinu.

Þess má geta að fjölskylda Halldóru og Þórólfs hefur hjálpað félaginu mikið í gegnum tíðina við smíðar, viðhald, jólatrjáasölu og margt fleira.

Þöll opnar aftur laugardaginn 13. maí 2017

 Þöll opnar aftur formlega laugardaginn 13. maí 2017. Opið verður þann dag frá kl. 10.00 - 17.00. Hægt er að nálgast plöntur fyrr ef þörf krefur. Hafið samband í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Skógarganga laugardaginn 22. apríl kl. 13.00

 

Skógarganga laugardaginn 22. apríl 2017 kl. 13.00. Töfrar skógarins í Gráhelluhrauni. Í ár eru 70 ár liðin frá því að fyrsta trjáplantan var gróðursett í Gráhelluhrauni. Í þessari göngu verður lífinu í skóginum gefin sérstakur gaumur en skógurinn er einnig þekktur undir nafninu "Tröllaskógur". Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni. Mæting við hesthúsin í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.

Félagsskírteini

 Félagsskírteini fyrir árið 2017 voru send út í síðasta mánuði (mars) ásamt aðalfundarboði. Þeir félagar sem ekki hafa greitt tvö ár í röð fengu ekki sent félagsskírteini. Skírteini viðkomandi verður sent um leið og greiðsla berst en kröfur vegna árgjalds 2016 voru stofnaðar í heimabanka í fyrra-haust. Eitthvað af póstinum sem innihélt félagsskírteini og aðalfundarboð kom til baka þar sem viðkomandi voru fluttir. Reynt hefur verið að leysa úr því eftir fremsta megni og koma skírteinum til viðkomandi á nýtt heimilisfang. Endilega komið upplýsingum um breytt heimilisfang til okkar með því að senda tölvupóst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma: 555-6455. 

Hægt er að gerast félagið í Skógræktarfélagi Hfj hér á heimasíðunni með því að smella á flipann "Um félagið" og svo "skrá sig í félagið". Árgjaldið er kr. 2.500,-. Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum plöntum í gróðrarstöðinni Þöll.

Aðalfundur félagsins fór fram síðastliðinn fimmtudag

 

Aðalfundur félagsins fór fram fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 20.00 í Hafnarborg. Um 65 manns mættu. Árni Þórólfsson, Ingvar Viktorsson og Sigurður Einarsson áttu að ganga úr stjórn. Þeir gáfu allir kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins og voru allir endurkjörnir. Þorkell Þorkelsson og Ásdís Konráðsdóttir voru endurkjörin sem skoðunarmenn reikninga. Samþykkt var að hækka félagsgjaldið úr kr. 2.000,- upp í kr. 2.500,-. Eftir venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlé flutti Hannes Þór Hafsteinsson erindi um sígræna runna og smátré. 

Aðalfundur 30. mars 2017

 Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Apótekinu, Hafnarborg fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffiveitingar. 

Að kaffihléi loknu mun Hannes Þór Hafsteinsson náttúru- og garðyrkjufræðingur flytja erindi sem hann nefnir "sígrænar plöntur á Íslandi". Þar mun hann fjalla um sígræna runna, tré og jurtir sem þrífast við íslenskar aðstæður og gleðja augað árið um kring.

Allir velkomnir. Hægt er að gerast félagi á staðnum. Árgjaldið er kr. 2.000,-. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Grisjað og snyrt í Gráhelluhrauni

 

Síðastliðnar vikur hafa starfsmenn félagsins unnið að grisjun og snyrtingu skógarins í Gráhelluhrauni en félagið fékk styrk úr Landgræðslusjóði til verksins. Skógurinn spannar nokkra tugi hektara. 27. maí 2017 eru 70 ár frá því fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar í hraunið í nafni félagsins.

Skógurinn í Gráhelluhrauni er um margt sérstakur. Þar leynast sprungur, hellar og fallegir hraundrangar. Margar tegundir trjáa er að finna í hrauninu sérstaklega ýmsa barrviði eins og skógarfuru, rauðgreni og lindifuru.

Vinnan í hrauninu hefur mest falist í svokallaðri kvistun enda gjarnan neðstu greinar trjánna dauðar og torvelda aðgengi að skóginum. Markmið grisjunarinnar auk þess að bæta aðgengi að skóginum er að bæta almennt heilbrigði skógarins, auka verðmæti hans í formi timburs og jólatrjáa, auka útivistargildi hans og opna svæði þar sem rusl vill safnast upp af einhverjum ástæðum.

Fleiri myndir úr Gráhelluhraunsskógi fá sjá á fésbókarsíðu félagsins: https://www.facebook.com/Skógræktarfélag-Hafnarfjarðar-124220421016355/?pnref=lhc

Ef þú villt koma athugasemdum til starfsmanna eða stjórnar félagsins má hafa sambandi í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Með því að gerast félagi styður þú viðhald og uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Árgjaldið er aðeins kr. 2.000,-. Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum plöntum í Þöll ehf. Hægt er að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni, flipi "Um félagið".

 

Fuglatalning 2017

Vetrarfuglatalning á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fór fram síðastliðna helgi. Svæðið kallast "Hafnarfjörður austan Reykjanesbrautar". Inn í því er Kaldársel, Undirhlíðar, Sléttuhlíð, Höfðaskógur, Gráhelluhraun, Setbergshverfi og Áslandshverfi. 19 tegundir fugla sáust laugardaginn 14. janúar 2017. Tegundirnar voru: Auðnutittlingar, snjótittlingar, starar, skógarþrestur, svartþrestir, glókollar, krossnefir, fjallafinka, hrafnar, rjúpa, stokkendur, urtendur, grágæs, hett...umáfar, stormmáfur, svartbakar, bjartmáfur, hvítmáfur og hrossagaukar. Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson töldu svæðið saman. Það var austanátt þennan dag með snjókomu og síðan slyddu. Hiti var um og yfir frostmarki.

Í Sléttuhlíð sáust krossnefir með stálpaða unga en krossnefir verpa gjarnan á veturna en aðalfæða þeirra er fræ barrtrjáa. Syngjandi krossnefur sást í skóginum í Gráhelluhrauni.

Myndin er af krossnefs-karli. Myndinar tók Björgvin Sigurbergsson.