Aðalfundur 30. mars 2017

 Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Apótekinu, Hafnarborg fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður boðið upp á kaffiveitingar. 

Að kaffihléi loknu mun Hannes Þór Hafsteinsson náttúru- og garðyrkjufræðingur flytja erindi sem hann nefnir "sígrænar plöntur á Íslandi". Þar mun hann fjalla um sígræna runna, tré og jurtir sem þrífast við íslenskar aðstæður og gleðja augað árið um kring.

Allir velkomnir. Hægt er að gerast félagi á staðnum. Árgjaldið er kr. 2.000,-. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Grisjað og snyrt í Gráhelluhrauni

 

Síðastliðnar vikur hafa starfsmenn félagsins unnið að grisjun og snyrtingu skógarins í Gráhelluhrauni en félagið fékk styrk úr Landgræðslusjóði til verksins. Skógurinn spannar nokkra tugi hektara. 27. maí 2017 eru 70 ár frá því fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar í hraunið í nafni félagsins.

Skógurinn í Gráhelluhrauni er um margt sérstakur. Þar leynast sprungur, hellar og fallegir hraundrangar. Margar tegundir trjáa er að finna í hrauninu sérstaklega ýmsa barrviði eins og skógarfuru, rauðgreni og lindifuru.

Vinnan í hrauninu hefur mest falist í svokallaðri kvistun enda gjarnan neðstu greinar trjánna dauðar og torvelda aðgengi að skóginum. Markmið grisjunarinnar auk þess að bæta aðgengi að skóginum er að bæta almennt heilbrigði skógarins, auka verðmæti hans í formi timburs og jólatrjáa, auka útivistargildi hans og opna svæði þar sem rusl vill safnast upp af einhverjum ástæðum.

Fleiri myndir úr Gráhelluhraunsskógi fá sjá á fésbókarsíðu félagsins: https://www.facebook.com/Skógræktarfélag-Hafnarfjarðar-124220421016355/?pnref=lhc

Ef þú villt koma athugasemdum til starfsmanna eða stjórnar félagsins má hafa sambandi í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Með því að gerast félagi styður þú viðhald og uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Árgjaldið er aðeins kr. 2.000,-. Félagar fá m.a. 15% afslátt af öllum plöntum í Þöll ehf. Hægt er að skrá sig í félagið hér á heimasíðunni, flipi "Um félagið".

 

Fuglatalning 2017

Vetrarfuglatalning á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fór fram síðastliðna helgi. Svæðið kallast "Hafnarfjörður austan Reykjanesbrautar". Inn í því er Kaldársel, Undirhlíðar, Sléttuhlíð, Höfðaskógur, Gráhelluhraun, Setbergshverfi og Áslandshverfi. 19 tegundir fugla sáust laugardaginn 14. janúar 2017. Tegundirnar voru: Auðnutittlingar, snjótittlingar, starar, skógarþrestur, svartþrestir, glókollar, krossnefir, fjallafinka, hrafnar, rjúpa, stokkendur, urtendur, grágæs, hett...umáfar, stormmáfur, svartbakar, bjartmáfur, hvítmáfur og hrossagaukar. Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson töldu svæðið saman. Það var austanátt þennan dag með snjókomu og síðan slyddu. Hiti var um og yfir frostmarki.

Í Sléttuhlíð sáust krossnefir með stálpaða unga en krossnefir verpa gjarnan á veturna en aðalfæða þeirra er fræ barrtrjáa. Syngjandi krossnefur sást í skóginum í Gráhelluhrauni.

Myndin er af krossnefs-karli. Myndinar tók Björgvin Sigurbergsson.

Grisjað í Gráhelluhrauni

 

Þessa dagana er verið að vinna að grisjun og snyrtingu skógarins í Gráhelluhrauni. Þar var byrjað að gróðursetja vorið 1947. Algengustu trjátegundir í Gráhelluhrauni eru bergfura, rauðgreni, sitkagreni, stafafura og birki. Mikið ber á sjálfsánum stafafurum. Félagið fékk styrk úr Landgræðslusjóði til verkefnisins. Á myndinni sést Jökull Gunnarsson starfsmaður félagsins.

Gleðilega hátíð

 

Óskum félögum, velunnurum, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning og þátttöku í viðburðum á 70 ára afmælisári félagsins sem nú er senn á enda.

Kveðja: Stjórn og starfsfólk Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar ehf.

Opið milli kl. 10.00 - 18.00 á Þorláksmessu

 

Opið föstudaginn 23. desember 2016, Þorláksmessu, frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk jólatré. Einnig tröpputré, tröppuskraut, eldiviður, mosi, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, borðskreytingar og fleira. Minnum á gjafakortin í Þöll. Tilvalin jólagjöf handa garðeigendum og sumarhúsafólki.
Könglapoki eða furugreinar í kaupbæti með hverju seldu jólatré.
Við erum við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði rétt hjá Íshestum og Hvaleyrarvatni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Heimasíða: skoghf.is

Jólatrjáasalan er opin fimmtudaginn 22. des frá kl. 10.00 - 18.00

 

Opið fimmtudaginn 22. desember 2016 frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu-, rauðgreni- og blágreni - jólatré. Einnig tröpputré, tröppuskraut, eldiviður, mosi, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, borðskreytingar og fleira. Minnum á gjafakortin í Þöll. Tilvalin jólagjöf handa garðeigendum og sumarhúsafólki.

Könglapoki eða furugreinar í kaupbæti með hverju seldu jólatré.
Við erum við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði rétt hjá Íshestum og Hvaleyrarvatni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Heimasíða: skoghf.is

Jólatrjáasalan er opin miðvikudaginn 21. des. frá kl. 10.00 - 18.00

 

Opið miðvikudaginn 21. desember 2016 frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu-, rauðgreni- og blágreni - jólatré. Einnig tröpputré, tröppuskraut, eldiviður, mosi, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, borðskreytingar og fleira. Minnum á gjafakortin í Þöll. Tilvalin jólagjöf handa garðeigendum og sumarhúsafólki. Könglapoki eða furugreinar í kaupbæti með hverju seldu jólatré.

Við erum við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði rétt hjá Íshestum og Hvaleyrarvatni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Erum einnig á facebook.

Jólatrjáasalan er opin þriðjudaginn 20. des frá kl. 10.00 - 18.00

 

Opið þriðjudaginn 20. desember 2016 frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk furu-, rauðgreni- og blágreni - jólatré. Einnig tröpputré, tröppuskraut, eldiviður, mosi, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, borðskreytingar og fleira. Minnum á gjafakortin í Þöll. Tilvalin jólagjöf handa garðeigendum og sumarhúsafólki. Könglapoki fylgir með í kaupbæti með hverju seldu jólatré.

Við erum við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði rétt hjá Íshestum og Hvaleyrarvatni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Erum einnig á facebook.

Jólatrjáasalan er opin helgina 17. og 18. des frá kl. 10.00 - 18.00

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin helgina 17. og 18. desember 2016 frá kl. 10.00 - 18.00 laugar- og sunnudag. Mikið úrval af íslenskri furu-, rauðgreni- og blágreni-jólatrjám. Einnig tröpputré, tröppuskraut, eldiviður, mosi, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, borðskreytingar og fleira. Minnum á gjafakortin í Þöll. Tilvalin jólagjöf handa garðeigendum og sumarhúsafólki. 

Furugreina - búnt fylgir í kaupbæti með hverju seldu jólatré. Einnig fá allir heitt súkkulaði.

Við erum við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði rétt hjá Íshestum og Hvaleyrarvatni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Erum einnig á facebook. 

Furugreinar í kaupbæti með hverju jólatré

 

Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin alla daga frá kl. 10.00 - 18.00. Einnig helgina 17. og 18. desember. Íslensk úrvals furu-, blágreni- og rauðgrenijólatré, tröpputré, tröppuskraut, eldiviður, mosi, könglar, greinar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir og fleira. Furugreina-búnt fylgir með hverju seldu jólatré í kaupbæti.

Við erum við Kaldárselsveginn þar sem Gróðrarstöðin Þöll starfar á sumrin. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Erum einnig á facebook.

Marteinn Sindri tónlistarmaður heimsækir jólatrjáasöluna 11. des. kl. 14.00

 Jólatrjáa- og skreytingasala félagsins er opin sunnudaginn 11 desember frá kl. 10.00 - 18.00. Íslensk úrvals furu-, blágreni- og rauðgreni-jólatré, greni með rót, furu-tröpputré, eldiviður, könglar, mosi, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, kertaskreytingar og fleira. Minnum á gjafakortin í Þöll. Tilvalin jólagjöf handa garðeigendum og sumarhúsa-fólki. Allir viðskiptavinir fá heitt súkkulaði í kaupbæti.

Sunnudaginn 11. desember kl. 14.00 kemur Marteinn Sindri og flytur nokkur hugljúf lög.

Við erum við Kaldárselsveginn í Hfj skammt frá Íshestum og Hvaleyrarvatni. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .