Seeds sjálfboðaliðar taka til hendinni

 

Í vikunni sem leið starfaði hópur ungmenna í tvo daga hjá félaginu. Um var að ræða sjálfboðaliða á vegum Seeds - sjálfboðaliðasamtakanna, sjá: https://www.seeds.is/. Unnu þau m.a. við gróðursetningu í Hamranesi, stígagerð og fleira. Við þökkum þessu duglegu sjálfboðaliðum kærlega fyrir þeirra framlag. Á myndinni sést hópurinn á tröppunum við Þöll. 

Opið til kl. 17.00 20. júlí

Gróðrarstöðin er opin föstudaginn 20. júlí 2018 frá kl. 09.00 - 17.00. 20% afsláttur af öllum plöntum til félaga í Garðyrkjufélagi Íslands og til félaga í skógræktarfélögum. 

Góða helgi.

Takk fyrir komuna

 Vel á annað hundrað manns mættu á laugardaginn í Höfðskóg og tóku þátt í "Líf í lundi". Við þökkum samstarfsaðilum okkar, Fjarðarkaupum, Íshestum og fleirum kærlega fyrir þeirra framlag og öllum sem komu og tóku þátt. 


Opið til kl. 18.00 laugardaginn 22.júní!

 Gróðrarstöðin er opin í dag, föstudaginn 22. júní 2018, frá kl. 09.00 - 18.00. Kínareynir, kóreulífviður, síberíuþyrnir, japanskvistur, kanadalífviður, alpareynir og fleira. 

Líf í lundi laugardaginn 23. júní

 Skógardagurinn "Líf í lundi" verður haldinn hátíðlegur víða um land laugardaginn 23. júní 2018. Sjá nánar á: https://www.skogargatt.is/

Dagskrá Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er eftirfarandi: 

Líf í lundi

Laugardaginn 23. júní 2018

Við Þöll, Kaldárselsvegi í Höfðaskógi, Hafnarfirði

·       Kl. 14.00: Setning

·       Kl. 14.30 – 15.30: Skógurinn í nálægð og fjarlægð. Skógarganga með Árna Þórólfssyni skógarverði um Höfðaskóg og nágrenni.

·       Kl. 14.30: Kynning á ratleik.

·       Pylsur og kaffi í boði á hlaðinu.

·       Úrslit í ratleik kynnt kl. 16.30. Verðlaunaafhending.

 

Íshestar, Sörlaskeiði 26, Hafnarfirði

·       Kl. 15.00 – 16. Öllum börnum velkomið að fara á hestbak þar sem teymt verður undir þeim.


Opið til kl. 18.00 virka daga

 Gróðrarstöðin er opin frá kl. 09.00 - 18.00 virka daga í júní 2018. Eigum úrval af trjám og runnum í garða, sumarhúsalönd og til skógræktar. Berjarunnar, rósir, sýrenur, reynitegundir, stærri tré í hnausum, skógarplöntur, toppar, limgerðisplöntur og fleira. 

Erum við Kaldárselsveginn í Hafnarfirði. 

Allir félagar í skógræktarfélögum og Garðyrkjufélagi Íslands fá 15% afslátt af öllum plöntum. Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hfj á staðnum. Árgjaldið er kr. 2.500,-.

Síminn er: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).

Viðarvinir með sýningu laugardaginn 2. júní

Viðarvinir, sem er hópur handverksfólks í Hafnarfirði, verða með sýningu á ýmsum tálguðum, útskornum og renndum munum úr tré í Þöll, bækistöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, laugardaginn 2. júní frá kl. 10.00 – 18.00. Allir velkomnir.

Grófarlækur brúaður

 

Utanvegahlaup Hauka fer fram núna annan í Hvítasunnu. Starfsmenn félagsins hafa unnið að lagfæringu á stígum hér í upplandinu sem eru hluti af hlaupaleiðinni. Almennings-íþróttadeild Hauka hefur lagt félaginu til fjárstuðning til verksins. Unnið var að gerð steinbrúar yfir Grófarlæk í Grófargili í vikunni. Á myndinni sést Árni Þórólfsson við brúnna. Ljósmynd: Jökull Gunnarsson.

15 tegundir fugla sáust í skóginum

Laugardaginn 21. apríl síðastliðin efndi félagið til fuglaskoðunar um Höfðaskóg og við Hvaleyrarvatn. Um 25 manns mættu en gangan var hluti af dagskrá "Bjartra daga" sem haldnir voru í Hafnarfirði dagana 18. - 22. apríl. Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson voru leiðsögumenn. Eftirtaldar fuglategundir sáust eða það heyrðist í þeim þennan dag. Starar, skógarþrestir, svartþrestir, auðnutittlingar, krossnefir, þúfutittlingar, glókollar, músarrindill, stokkendur, grágæsir, flórgoðar, sílamáfar, hrossagaukar og stelkur. Rjúpukarri sást við Hvaleyrarvatn áður en gangan hófst. 

Þess má geta að steindepill sást í gær skammt frá Kjóadal. Talsvert er einnig komið að heiðlóu t.d. í Kjóadal og víðar í upplandinu. Nokkrar skúfendur og toppendur sáust á Hvaleyrarvatni síðustu helgi.

Á ljósmyndinni sjást þeir Hannes og Steinar í upphafi göngunnar. Ljósmynd: Inga Margrét Róbertsdóttir.

 

 

Þöll opnar aftur 12. maí 2018

 Gróðrarstöðin Þöll opnar aftur laugardaginn 12. maí. Ef þið viljið nálgast plöntur fyrir þann tíma sendið póst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringið í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).